Kurso de Esperanto

Leiðsögn

Kurso de Esperanto er ætlað fyrir sjálfsnám. Nemandinn getur notað það sem aðalnámsefni eða til viðbótar við annað. Til þess að nemandanum fari frekar fram í náminu er æskilegt að esperantokennarinn fylgist með náminu, leiðrétti þýðingaræfingar, leysi úr vafamálum og leiði nemandann í esperantohreyfinguna. Þessi þjónusta er kölluð Leiðsögn og eftir útgáfu námskeiðsins Kurso de Esperanto hefur verið boðið upp á slíka leiðsögn í ýmsum löndum. Höfundur námskeiðsins hvetur áhugamenn eindregið til að stofna til slíkrar leiðsagnar eða taka þátt í að veita hana

Árið 2003 setti ameríkunefnd UEA á fót verkefnið Nesto með það markmið að samræma esperantonám á netinu í Ameríku og öðrum heimshlutum.Frekari upplýsingar um verkefnið Nesto og innritun í það fæst á vefsíðunni http://www.monda.org/nesto/nesto.htm

© 2001-2024 Kurso de Esperanto - Öll réttindi áskilin

Þýðandi: Hallgrímur Sæmundsson